fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Arsenal svarar eftir ólgusjó gærdagsins – Faðir stúlkunnar kemur félaginu til varnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. apríl 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það skapaðist ólgusjór á samfélagsmiðlum í gær í kjölfar þess að Arsenal birti myndband af leikmönnum liðsins árita treyju ungrar stúlku.

Stúlkan unga er stuðningsmaður Arsenal og fékk þann heiður að leiða leikmenn inn á völlinn gegn West Ham um helgina. Því fylgir að fá að hitta leikmenn og þess háttar.

Hún stóð með treyju og fékk áritun frá öllum leikmönnum fyrir leik. Leikmenn þóttu hins vegar ekki gefa henni nokkurn gaum og fengu þeir á baukinn fyrir.

Meira
Urðað yfir stórstjörnurnar vegna myndbands sem er í dreifingu – Sakaðir um að hundsa unga stúlku sem var að upplifa drauminn

Arsenal útskýrir hins vegar málið og segja að treyjuáritunin hafi aðeins verið „hluti af heilum degi með liðinu.“

Þá kemur faðir stúlkunnar félaginu til varnar. „Dóttir mín átti yndislegan dag. Það var lítill tími til að hitta leikmenn en hún naut þess mjög.

Martin Ödegaard er hennar uppáhalds leikmaður svo að fá að leiða hann inn á var einstakt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf