fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Arsenal svarar eftir ólgusjó gærdagsins – Faðir stúlkunnar kemur félaginu til varnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. apríl 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það skapaðist ólgusjór á samfélagsmiðlum í gær í kjölfar þess að Arsenal birti myndband af leikmönnum liðsins árita treyju ungrar stúlku.

Stúlkan unga er stuðningsmaður Arsenal og fékk þann heiður að leiða leikmenn inn á völlinn gegn West Ham um helgina. Því fylgir að fá að hitta leikmenn og þess háttar.

Hún stóð með treyju og fékk áritun frá öllum leikmönnum fyrir leik. Leikmenn þóttu hins vegar ekki gefa henni nokkurn gaum og fengu þeir á baukinn fyrir.

Meira
Urðað yfir stórstjörnurnar vegna myndbands sem er í dreifingu – Sakaðir um að hundsa unga stúlku sem var að upplifa drauminn

Arsenal útskýrir hins vegar málið og segja að treyjuáritunin hafi aðeins verið „hluti af heilum degi með liðinu.“

Þá kemur faðir stúlkunnar félaginu til varnar. „Dóttir mín átti yndislegan dag. Það var lítill tími til að hitta leikmenn en hún naut þess mjög.

Martin Ödegaard er hennar uppáhalds leikmaður svo að fá að leiða hann inn á var einstakt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Í gær

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?