fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Åge Hareide fékk skilaboð frá Arnari Þór – „Merki um klassa“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. apríl 2023 13:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Åge Hareide, nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins situr nú fyrir svörum á blaðamannafundi í Laugardal.

Það varð ljóst fyrir helgi að Hareide tæki við liðinu af Arnari Þór Viðarssyni, sem var látinn fara nýlega.

Ísland er með þrjú stig eftir fyrstu tvo leiki undanriðils EM 2024. Liðið sigraði Leichtenstein en tapaði illa gegn Bosníu.

Hareide fékk skilaboð frá Arnari Þór eftir að hafa tekið við.

„Ég fékk skilaboð frá Arnari landsliðsþjálfara. Hann óskaði mér og liðinu góðs gengis,“ sagði hann á blaðamannafundinum.

„Þetta er merki um klassa hjá þjálfara.“

Hareide segir þetta góð fyrirheit fyrir starfið hér á landi.

„Ef þetta er hugarfar Íslendinga þá er það mjög gott.“

Fyrstu verkefni Hareide verða gegn Slóvakíu og Portúgal í júní í undankeppni EM 2024.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
433Sport
Í gær

Setjur fram djarfa spá um framtíð Mason Greenwood

Setjur fram djarfa spá um framtíð Mason Greenwood
433Sport
Í gær

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn
433Sport
Í gær

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid