fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Goðsögn Manchester United baunar á fyrirliða félagsins – ,,Þarna vantaði leiðtoga“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 16. apríl 2023 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peter Schmeichel, goðsögn Manchester United, var virkilega óánægður með fyrirliða liðsins, Harry Maguire, á fimmtudag.

Man Utd spilaði þá við Sevilla í Evrópudeildinni í leik sem lauk 2-2 og meiddist varnarmaðurinn Lisandro Martinez í seinni hálfleik.

Leikmenn Sevilla sáu um að bera Martinez af velli, eitthvað sem Schmeichel var alls ekki sáttur með.

Schmeichel vildi sjá fyrirliðann bera ábyrgð á sínum liðsfélaga þar sem leikmenn Sevilla voru með eitt í huga; að halda leiknum áfram.

,,Það lítur út fyrir að leikmenn Sevilla séu að vera vinalegir með því að bera hann af velli en það var ekki þannig. Þeir vildu koma honum útaf svo þeir gætu haldið áfram að spila,“ sagði Schmeichel.

,,Leikmenn Man Utd hefðu átt að stöðva þetta, þarna vantar leiðtoga á vellinum. Harry Maguire átti að koma í veg fyrir þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Í gær

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður