fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Age Hareide tjáir sig eftir að hafa verið staðfestur sem þjálfari Íslands – „Markmið okkar er að komast á EM 2024“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. apríl 2023 13:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide nýr þjálfari íslenska landsliðsins segist stefna á það að koma íslenska landsliðinu á Evrópumótið í knattspyrnu á næsta ári.

Hareide tekur við liðinu af Arnari Viðarssyni sem rekinn var út starfi á dögunum. Tveimur leikjum er lokið í undankeppni EM og er Ísland með þrjú stig.

„Ég hef fylgst með íslenska liðinu nokkuð lengi, sérstaklega í kringum árin sem liðið fór á EM 2016 og HM 2018, og ég er fullur tilhlökkunar að takast á við áskorunina að hjálpa liðinu að ná árangri að nýju,“ segir Age við heimasíðu KSÍ.

Age er ekki mættur til landsins en mun eftir helgi verða kynntur til leiks hæér á landi.

„Ísland á marga sterka leikmenn. Ég hef séð marga þeirra spila fyrir sín félagslið í Skandinavíu og hef líka þjálfað nokkra íslenska leikmenn í gegnum tíðina. Almennt eru þeir áreiðanlegir og vinnusamir, en líka agaðir leikmenn með taktíska greind, og þú þarft þessa eiginleika til að ná árangri í landsliðsfótbolta.“

Age sem áður þjálfaði danska landsliðið en hann er 69 ára og hefur starfað í þjálfun frá árinu 1985.

„Markmið okkar er að komast á EM 2024. Ég man vel eftir íslensku stuðningsmönnunum í Frakklandi 2016. Þeir voru með alveg einstaka stemmningu og ástríðu. Það væri frábært að geta gefið þeim tækifæri til að endurtaka leikinn og við vonumst til þess að stúkurnar verði fullar af fólki á okkar heimavelli í Reykjavík.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum