fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Hjörvar veltir upp nafni sem ekki hefur flogið hátt í umræðunni hjá KSÍ – „Ekki segja Freysa að ég hafi sagt þetta“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. apríl 2023 20:00

Bjarni Ben og Hjörvar Hafliðason í Íþróttavikunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason, Dr. Football leggur til að KSÍ opni á samtalið við Freyr Alexandersson þjálfara Lyngby um að taka við landsliðinu.

Freyr starfaði lengi vel í kringum landsliðið þegar Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson voru með liðið, hann var svo aðstoðarmaður Erik Hamren.

Freyr kom til greina sem landsliðsþjálfari þegar Hamren hætti en stjórn KSÍ á þeim tíma ákvað að ráða Arnar Þór Viðarsson.

Nú er leitað að eftirmanni Arnars og virðist stjórn KSÍ ætla að leita í reyndan erlendan þjálfara. „Mig langar að opna eitt samtal, það er Freyr Alexandersson. Ekki segja Freysa að ég hafi sagt þetta en Lyngby eru svo gott sem fallnir, þeir eru níu stigum á eftir og besti leikmaðurinn þeirra er meiddur,“ sagði Hjörvar Hafliðason.

Freyr Alexandersson. Mynd/Getty

Freyr er á sínu öðru tímabili með Lyngby og kom liðinu upp í úrvalsdeild en virðist vera að falla beint aftur niður.

„Hann væri frábær kandíat í þetta, hann reið ekkert húsum með þetta kvennalandsliðið. Hann er eflaust miklu betri þjálfari í dag og veit miklu meira í dag. Þurfum við ekki að opna það samtal?,“ segir Hjörvar.

Jóhann Már Helgason heldur að Freyr yrði góður kostur og gæti sameinað þjóðina. „Hann hefur talað um það að vera alinn upp í KSÍ, þá er ég að tala um eldkírnina sem hann fékk í kringum þetta lið. Er með Lars og Heimi, hann er afskaplega vel liðinn af leikmönnum. Hann mundi kunna þá list að fá þjóðina á bak við sig.“

Freyr Alexandersson.

Hjörvar bendir á að Freyr sé ekki valtur í sessi þrátt fyrir að fall blasi við. „Það vill enginn losna við hann frá Lyngby, það eru allir mjög sáttir. Ég þekki tvo sem halda með Lyngby og það er enginn að tala um að losa Frey.“

„Það er búið að ákveða að þetta á að vera reynslumikill þjálfari, við erum að tala um einhvern yfir sextugt,“ sagði Hjörvar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift