fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Nýjustu fréttir ýta undir að Kompany yfirgefi Jóhann Berg og félaga eftir aðeins eitt ár

433
Fimmtudaginn 13. apríl 2023 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vincent Kompany er nú sagður efstur á óskalista Tottenham yfir knattspyrnustjóra í sumar. The Sun segir frá.

Belginn hefur náð frábærum og eftirtektarverðum árangri með Burnley, en liðið tryggði sig aftur upp í ensku úrvalsdeildina á dögunum og er langefst í B-deildinni.

Kompany er á sínu fyrsta tímabili með Burnley. Með liðinu leikur meðal annars íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson.

Það gæti þó verið að Kompany stoppi stutt hjá Burnley því Tottenham vill hann í sumar.

Antonio Conte yfirgaf félagið á dögunum og stýrir Cristian Stellini liðinu til bráðabirgða.

Stjórnarformaður Tottenham, Daniel Levy, er afar hrifinn af því sem Kompany hefur gert og telur hann rétta manninn til að vera næsti stjóri Tottenham.

Julian Nagelsmann, Luis Enrique, Brendan Rodgers og Mauricio Pochettino eru á meðal þeirra sem hafa einnig orðaðir við stöðuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Chelsea vill fá frá Arsenal fyrir Madueke

Þetta er upphæðin sem Chelsea vill fá frá Arsenal fyrir Madueke
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald
433Sport
Í gær

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota