fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Þetta eru miðjumennirnir sem Liverpool horfir í frekar en að setja alla aura í Bellingham

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. apríl 2023 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool virðist vera að hverfa frá áformum um að fá Jude Bellingham til liðs við sig í sumar. Allir helstu miðlar á Englandi segja frá og The Athletic er einn þeirra.

Nú ers sagt í The Athletic að Liverpool muni frekar einbeita sér að því að fá inn Mason Mount miðjumann Chelsea.

Segir í grein Athletic að Liverpool vilji frekar fá inn nokkuð marga miðjumenn frekar en að einbeita sér að einum sem væri Bellingham.

Moises Caicedo og Alexis Mac Allister hjá Brighton eru líka á lista samkvæmt The Athletic.

Þá er Ryan Gravenberch hjá FC Bayern einnig sagður eiga marga aðdáendur í hópi starfsliðs Liverpool.

Bellingham er 19 ára gamall og einn eftirsóttasti leikmaður heims.

Kappinn hefur verið stórkostlegur fyrir Dortmunda, þar sem hann er algjör lykilmaður, þrátt fyrir ungan aldur og einnig fyrir enska landsliðið, þar sem hann heillaði til að mynda á HM á síðasta ári.

Talað er um að Dortmund vilji fá á bilinu 120-135 milljónir punda fyrir Bellingham og er það of mikið fyrir Liverpool. Félagið ætlar í enduruppbyggingu í sumar og getur ekki eytt svo miklu í einn leikmann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina