Það verður heldur betur orusta á Ethiad vellinum í Manchester í kvöld þegar FC Bayern mætir Manchester City í fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni.
Um er að ræða leik í átta liða úrslitum en þessi leikur ætti að verða jafn og spennandi.
Pep Guardiola stjóri City gerði vel hjá FC Bayern en nú er Thomas Tuchel mættur að stýra liðið.
Daily Mail hefur sett saman draumalið með leikmönnum liðanna en þar telja menn City liðið öflugra því aðeins fjórir leikmenn komast frá Bayern í liðið.
Liðið öfluga má sjá hér að neðan en leikurinn er í beinni á Viaplay klukkan 19:00.