fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

De Bruyne biður menn um líkja sér ekki við goðsögnina

Victor Pálsson
Sunnudaginn 9. apríl 2023 20:22

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kevin de Bruyne bað blaðamann Sky Sports um að líkja sér ekki við goðsögnina Cesc Fabregas í gær.

Fabregas er stoðsendingahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en De Bruyne náði 100 stoðsendingum í 56 færri leikjum.

De Bruyne lagði upp mark fyrir Manchester City í gær sem vann Southampton með fjórum mörkum gegn einu.

Belginn vill ekki að fólk beri sig saman við Fabregas sem gerði garðinn frægan með Arsenal og Chelsea á Englandi.

,,Ég sá þetta fyrir leikinn. Ég veit að margir voru að tala um þetta á netinu,“ sagði De Bruyne við Sky Sports.

,,Þetta er eitthvað sem þú getur ekki misst af. Ég reyni bara að skapa eins mikið og ég get. Ég hefði getað náð tveimur eða þremur í viðbót, ef þeir skoða þá fæ ég stoðsendinguna.“

,,Auðvitað er ég stoltur en ekki líkja mér við Cesc. Cesc var magnaður fótboltamaður og ég líki mér ekki við aðra.“

,,Ég reyni bara að gera það besta sem ég get gert. Fólk mun tala um að ég hafi náð þessu á styttri tíma en hlutirnir ganga misjafnir fyrir sig og við skorum mikið af mörkum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Höskuldur segir tíðindin af brottrekstri Halldórs hafa verið létt sjokk – „Fyrir utan að vera frábær þjálfari er hann geggjaður gaur“

Höskuldur segir tíðindin af brottrekstri Halldórs hafa verið létt sjokk – „Fyrir utan að vera frábær þjálfari er hann geggjaður gaur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tvö félög í Bestu deildinni sögð horfa í Vesturbæinn

Tvö félög í Bestu deildinni sögð horfa í Vesturbæinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svava leggur skóna á hilluna

Svava leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool pirraðir á athæfi Slot – Varpa þó ljósi á það sem hann var raunverulega að gera

Stuðningsmenn Liverpool pirraðir á athæfi Slot – Varpa þó ljósi á það sem hann var raunverulega að gera