Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eru mættir aftur í ensku úrvalsdeildina. Liðið vann sigur á Middlesbrough og tryggðu sig upp í kvöld.
Jóhann Berg byrjaði leikinn þar sem Burnley vann 2-1 sigur. Jóhann var grýttur af stuðningsmönnum Middlesbrough þegar Connor Roberts skoraði sigurmark liðsins. Atvikið má sjá hér að neðan.
Jóhann Berg gekk í raðir Burnley og hafði leikið með liðinu í deild þeirra bestu þangað til fyrir ári síðan að liðið féll.
Vincent Kompany tók við þjálfun liðsins og hefur nú tryggt Burnley aftur upp þegar liðið á sjö leiki eftir.
Jóhann hefur framlengt samning sinn við félagið og er ljóst að hann spilar í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.