Nicolas Pepe, leikmaður Arsenal, viðurkennir að hann hafi viljað vera áfram hjá félaginu og sinna sínu hlutverki í London.
Pepe var lánaður til Nice í sumar en hann var ekki inni í myndinni hjá Mikel Arteta, stjóra enska stórliðsins.
Pepe náði sér í raun aldrei á strik hjá Arsenal eftir komu frá Lille en hann telur sig hafa spilað stærra hlutverk ef tækifærið hefði gefst.
Afskaplega litlar líkur eru á því að Pepe spili fleiri leiki fyrir Arsenal sem er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
,,Ég veit ekki hvað Arsenal vill. Ég á enn marga vini þarna,“ sagði Pepe í samtali við blaðamenn.
,,Ég hefði getað verið mjög mikilvægur leikmaður fyrir félagið en þetta er ákvörðun stjórans.“