Graham Potter hefur verið rekinn frá liði Chelsea en þetta staðfestir félagið í kvöld.
Þetta er ákvörðun sem Chelsea tekur eftir 2-0 tap gegn Aston Villa um helgina, á heimavelli.
Potter tók við Chelsea fyrr á tímabilinu en virðist ekki hafa náð til leikmanna og var gengið slæmt.
Chelsea er í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en er einnig í 11. sæti úrvalsdeildarinnar.
Bruno Saltor tekur við liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Potter.