West Ham 1 – 0 Southampton
1-0 Nayef Aguerd(’25)
Það var engin markaveisla í boði í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en leikið var í London.
West Ham tók á móti Southampton í leik sem hófst 13:00 og var eitt mark skorað í heimasigri.
Nayef Aguerd gerði eina mark leiksins fyrir West Ham en hann kom boltanum í netið eftir 25 mínútur.
West Ham lyfti sér upp í 14. sætið með sigrinum en er enn aðeins stigi frá fallsæti eftir 27 leiki.
Southampton er í neðsta sæti deildarinnar og er þremur stigum frá öruggu sæti.