fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Manchester United vill helst klára kaup á Harry Kane áður en tímabilið er á enda

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 28. mars 2023 19:30

Harry Kane / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur áhuga á því að kaupa Harry Kane fyrirliða Tottenham í sumar. Ensk blöð fjalla um málið í dag.

Fjallað hefur verið um áhuga United á Kane undanfarnar vikur en eitthvað gæti gerst í málum framherjans í sumar.

Kane mun eiga eitt ár eftir af samningi sínum í sumar og ekkert hefur heyrst af viðræðum um nýjan samning. Vilji framherjinn fara gæti Tottenham verið í erfiðri stöðu.

Sagt er í enskum blöðum að stjórn United hafi gefið grænt ljós á það að reyna að landa Kane fyrir 80 milljónir punda. Er Erik Ten Hag sagður vilja landa framherjanum áður en tímabilið er á enda.

Kane er markahæsti leikmaður í sögu Tottenham og varð á dögunum markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

100 prósent líkur á að hann spili í Bandaríkjunum – ,,Sagði við pabba að það væri efst á listanum“

100 prósent líkur á að hann spili í Bandaríkjunum – ,,Sagði við pabba að það væri efst á listanum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Haaland snýr aftur

Haaland snýr aftur
433Sport
Í gær

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“