fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Arnar Þór brosti sínu breiðasta eftir stærsta sigur sögunnar – „Við erum betri en Portúgal“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 26. mars 2023 18:22

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er rosalega stoltur af drengjunum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands efitr 7-0 sigur á Liechtenstein í undankeppni Evrópumótsins í kvöld.

Um er að ræða stærsta sigur Íslands í sögunni í keppnisleik og næst stærsti sigur sögunnar yfir heildina.

Eftir slæmt tap gegn Bosníu á fimmtudag var Arnar ánægður með svar leikmanna. „Þetta var svarið sem við vildum eftir fimmtudaginn. Föstudagurinn var erfiður en við náðum að stilla okkur af, þetta hefði getað orðið miklu stærri sigur. Strákarnir héldu hraðanum uppi allan leikinn, sköpuðu þessi færi og skoruðu mörkin. Við viljum sækja á ákveðinn hátt og við gerðum það vel í dag.“

„Ég er ánægður með leikinn, ég vissi ekki að þetta væri stærsti sigur sögunnar. Portúgal vinnur Liechtenstein 4-0 á fimmtudag, við erum betri en Portúgal,“ sagði Arnar og gloti.

Aron Einar Gunnarsson skoraði þrennu fyrir íslenska liðið í leiknum. „Hann sýndi og sannaði í september þegar hann kom inn aftur hversu mikilvægur hann er innan sem utan vallar. Hann stýrir liðinu innan vallar. Hann getur tekið boltann með sér heim.“

„Bæði Alfreð og Jói voru farnir útaf og hann var búinn að skora tvö, enda setti hann bara aðeins í vinkilinn,“ sagði Arnar um vítaspyrnu Arons Einars sem fullkomnaði þar þrennuna.

Arnar Þór hélt áfram að láta í sér heyra á hliðarlínunni í stöðunni 5-0 og var spurður út í það. „Þá erum við búnir að gera skiptingar, marga unga leikmenn sem þurfa að læra og kunna að spila á þessum hraða. Að pressa strax þegar boltinn tapast, maður er að reyna að kenna þeim drengjum að fá þessa reynslu og þennan vilja til þess að halda áfram í 90 mínútur. Stórt hrós á þá sem komu inn.“

„Við vorum rosalega svekktir með byrjunina á fimmtudag. Við erum ekki að fela okkur á bak við það, við erum búnir að tala mikið saman síðustu daga. Við viljum læra af þeim leik, þetta var fyrsti alvöru mótsleikur fyrir marga leikmenn og það var spenna. Við þurfum að læra að spila þessa leiki, þurfum að læra hratt að spila þá betur. Eftir stórt tap þarftu að standa upp, vera góður karakter og það voru 24 í hópnum sem gerðu það frábærlega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fjögur ensk lið til í að semja við reynsluboltann

Fjögur ensk lið til í að semja við reynsluboltann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi heitir því að reyna að fá Messi

Forsetaframbjóðandi heitir því að reyna að fá Messi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mikil ánægja með Hólmbert sem skrifar undir nýjan samning

Mikil ánægja með Hólmbert sem skrifar undir nýjan samning
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Krefst þess að snerting við annan leikmann verði skoðuð þremur mánuðum eftir skelfilegt banaslys unga mannsins

Krefst þess að snerting við annan leikmann verði skoðuð þremur mánuðum eftir skelfilegt banaslys unga mannsins
433Sport
Í gær

Guardiola útilokar sölu

Guardiola útilokar sölu
433Sport
Í gær

Veðbankar telja að Breiðablik þurfi að vinna kraftaverk annað kvöld

Veðbankar telja að Breiðablik þurfi að vinna kraftaverk annað kvöld