fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Kári skilur ekkert í fagninu í mörkum Arons Einars – „Ég hef ekki séð þetta áður“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 26. mars 2023 18:17

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þrír leikmenn að skora sín fyrstu mörk, gott svar. Aron Einar minnir á mikilvægi sitt í liðinu,“ sagði Kári Árnason sérfræðingur Viaplay eftir 0-7 sigur Íslands á Liechtenstein í undankeppni Evrópumótsins í dag.

Um er að ræða stærsta sigur Íslands í sögunni í keppnisleik og næst stærsti sigur sögunnar yfir heildina.

Aron Einar Gunnarsson skoraði þrennu í leiknum, óvænt þrenna en þriðja markið kom af vítapunktinum. „Bara frábært víti, auðvitað fær hann að taka þetta. Þetta er frábært víti, það er enginn að fara að verja þetta,“ sagði Kári.

Leikmenn Íslands fögnuðu með að klappa á skalla Arons. „Ég hef ekki séð þetta áður, ég skil það ekki,“ sagði Kári.

Kári segir eðlilegt að Arnar Þór Viðarsson hafi tekið Jóhann Berg. „Í stöðunni 1-0 er leikurinn búinn og í 2-0, eins og staðan var í hálfleik og þá á Jói að koma út bara.“

„Þetta er flott fyrir markatöluna og vonandi stelur Slóvakía stigum af Bosníu og opnar þennan riðil,“ sagði Kári.

En hverjir voru menn leiksins að mati Kára? „Hákon var frábær, Aron líka. Það er ekki á hverjum degi sem hafsent skorar þrennu, Jón Dagur að sjálfsögðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift