fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Arnar Þór stýrði Íslandi í stærsta sigri sögunnar – Aron Einar skoraði þrennu

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 26. mars 2023 17:52

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann sinn stærsta sigur í keppnisleik í sögunni þegar liðið vann 0-7 sigur á Liechtenstein nú rétt í þessu.

Davíð Kristján Ólafsson og Hákon Arnar Haraldsson skoruðu mörk Íslands í fyrri hálfleik en báðir voru að skora sín fyrstu mörk sín fyrir landsliðið.

Aron Einar Gunnarsson tók svo yfir sviðið í síðari hálfleik og skoraði þrennu. Fyrstu tvö mörk Arons komu með skalla eftir fast leikatriði.

Það fimmta kom svo úr vítaspyrnu og þrenna Arons var fullkomnuð. Aron hafði skorað tvö mörk í fyrstu 100 landsleikjum sínum en mörkin eru nú fimm í heildina í 101 landsleik.

Andri Lucas Guðjohnsen bætti svo við sjötta marki Íslands með fínu marki á fjærstönginni. Dagskránni var hins vegar ekki lokið því Mikael Egill Ellertsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og kom Íslandi í 0-7.

Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland skorar sjö mörk í keppnisleik, áður hafði liðið aðeins skorað fjögur mörk í keppnisleik. Er þetta því stærsti sigur sögunnar en Arnar Þór Viðarsson þjálfari liðsins hefur átt undir högg að sækja hjá íslensku þjóðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Í gær

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Í gær

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern