fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Hákon Arnar segir leikmenn Íslands ekki hafa mætt til leiks í kvöld – „Vantaði bara helling upp á hjá okkur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. mars 2023 22:40

Hákon Arnar / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Zenica í Bosníu

Hákon Arnar Haraldsson, miðjumaður íslenska landsliðsins segir leikmenn þess ekki hafa mætt til leiks í kvöld í 3-0 tapi gegn Bosníu í undankeppni EM 2024. Nú þurfi að læra af því sem liðið gerði illa í leiknum og vinna næsta leik

„Þetta var ekki nógu gott í dag,“ sagði Hákon Arnar við íslensku fjölmiðlasveitina eftir leik í kvöld. „Við mættum eiginlega bara ekki til leiks, ég veit ekki af hverju þetta fór þannig en við vorum eftir á í öllum aðgerðum, þeir næstum því hlupu bara yfir okkur.“

En hvað var það sem vantaði upp á?

„Það vantaði bara helling upp á hjá okkur hvað varðar baráttu um seinni bolta og einvígi, þeir unnu næstum því allt og við ekki nógu aggressívir.

Er svekkelsið mikið eftir svona leik?

„Þetta er auðvitað högg, að tapa 3-0 í fyrsta leik en mér fannst þetta ekki vera 3-0 leikur. Það þýðir ekkert að vera svekkja sig á þessu of mikið núna, við klárum þetta í kvöld og svo tekur bara næsti leikur við.“

Hvað þarf íslenska liðið að gera núna?

„Við þurfum bara að sjá hvað við gerðum vel, sjá hvað við gerðum illa og bæta það sem við gerðum illa. Nú tekur bara næsti leikur við.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Veskin galopin fyrir norðan – Ferðin með Gumma Ben og Alberti aðeins hluti upphæðarinnar

Veskin galopin fyrir norðan – Ferðin með Gumma Ben og Alberti aðeins hluti upphæðarinnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stórstjörnur bregða á leik í tónlistarmyndbandi við EM-lagið – „Bolti númer fimm og ég var nýbúinn að pumpa í hann“

Stórstjörnur bregða á leik í tónlistarmyndbandi við EM-lagið – „Bolti númer fimm og ég var nýbúinn að pumpa í hann“
433Sport
Í gær

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid
433Sport
Í gær

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar