fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Sérfræðingarnir voru spurðir: Á að reka Arnar Þór? – „Hann verður að vera áfram og sjá þetta í gegn“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. mars 2023 08:00

Eyþór Árnason/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason og Rúrik Gíslason sérfræðingar Viaplay voru spurðir að því í gærkvöldi hvort reka ætti Arnar Þór Viðarsson úr starfi landsliðsþjálfara. Báðir voru á því að ekki ætti að gera það.

Íslands tapaði illa gegn Bosnía og Hersegóvínu og í undankeppni EM í gær, 0-3. Um var að ræða fyrsta leik í riðlinum en íslenska liðið átti aldrei séns í leiknum.

Arnar er á sínu þriðja ári sem þjálfari liðisins „Jájá,“ sagði Kári Árnason um stöðu Arnars og hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins.

Heimamenn í Bosníu & Herzegovinu fagna einu marka sinna í gær / GettyImages

„Hann hefur fengið langt reipi,“ sagði Kári og talaði um breytingar á áherslum íslenska liðsins og þá þróun sem KSÍ réð Arnar  til að ráðast í.

„Hann verður að vera áfram og sjá þetta í gegn,“ sagði Kári og átti þar við um þær breytingar á stíl sem hafa orðið hjá Arnari. Liðið er hætt að verjast líkt og gullaldarlið Íslands gerði og reynir að halda meira í boltann.

„Hann fær alltaf þessa keppni, ég veit samt svo sem ekkert um það,“ sagði Kári.

Rúrik Gíslason tók í sama streng. „Það væri verið að koma okkur aftur á byrjunarreit, við viljum vona að þessi þróun sé komin áfram með Arnar Þór Viðarsson í brúnni,“ sagðu Rúrik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“