fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Stjarnan fær Baldur Loga frá FH – „Einstaklega glaður með að vera kominn í Stjörnuna“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 23. mars 2023 17:11

Baldur Logi fyrir utan Samsung völlinn í Garðabænum / Mynd: Stjarnan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Logi Guðlaugsson hefur gengið til liðs við Stjörnuna frá uppeldisfélaginu sínu FH. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjörnunni.

Baldur Logi er sóknarmaður sem er fæddur árið 2002 og hefur leikið fyrir FH allan sinn feril. Hann hefur spilað 55 leiki í efstu deild og skorað í þeim 4 mörk. Einnig á hann að baki 17 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands, U16 & U17.

„Ég er einstaklega glaður með að vera kominn í Stjörnuna,“ segir Baldur Logi eftir að hafa skrifað undir samning við Stjörnuna. „Verkefnið sem blasir við er mjög spennandi og á sama tíma krefjandi. Ég er spenntur fyrir því að byrja og fyrir komandi sumri í Garðabænum.”

Þá er Jökull I. Elísabetarson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar ánægður með að félaginu hafi tekist að klófesta leikmanninn.

„Við erum virkilega ánægðir með komu Baldurs Loga. Hann fellur vel inn í hópinn og það sem við erum að gera og styrkir okkur í stöðum þar sem við höfum verið þunnir. Við erum spenntir að vinna með honum og ná honum á fullt í stjörnu treyjunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze
433Sport
Í gær

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea
433Sport
Í gær

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn