fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

„Ég held að enginn landsliðsþjálfari hafi farið inn í glugga með alla þá leikmenn sem hann vill hafa“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. mars 2023 20:27

Af blaðamannafundinum í kvöld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Zenica

Íslenska karlalandsliðið mætir Bosníu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2024 á morgun. Arnar Þór Viðarsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Zenica í kvöld.

Landsliðsfyrirliðinn verður einmitt fjarverandi á morgun vegna leikbanns. Þá er miðvörðurinn ógnarsterki Sverrir Ingi Ingason einnig frá vegna meiðsla.

„Ég held að enginn landsliðsþjálfari hafi farið inn í glugga með alla þá leikmenn sem hann vill hafa. Við bara tökum á því,“ sagði Arnar í kvöld.

„Við erum með rosalega sterkan hóp, góða leikmenn sem nánast allir eru að spila mikið og vel. Það er það sem við höfum verið að horfa í, hverjir eru í sínu besta leikformi.“

Arnar var spurður út í það hvort hópurinn nú væri sá besti í hans tíð með landsliðið.

„Ég get tekið undir það. Það var erfiðast fyrir okkur að velja þennan hóp. Það eru leikmenn ekki í hópnum sem eiga það fyllilega skilið.

Ég er pottþéttur á því að við séum á góðum stað akkúrat núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Í gær

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag
433Sport
Í gær

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu