fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

„Ég held að enginn landsliðsþjálfari hafi farið inn í glugga með alla þá leikmenn sem hann vill hafa“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. mars 2023 20:27

Af blaðamannafundinum í kvöld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Zenica

Íslenska karlalandsliðið mætir Bosníu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2024 á morgun. Arnar Þór Viðarsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Zenica í kvöld.

Landsliðsfyrirliðinn verður einmitt fjarverandi á morgun vegna leikbanns. Þá er miðvörðurinn ógnarsterki Sverrir Ingi Ingason einnig frá vegna meiðsla.

„Ég held að enginn landsliðsþjálfari hafi farið inn í glugga með alla þá leikmenn sem hann vill hafa. Við bara tökum á því,“ sagði Arnar í kvöld.

„Við erum með rosalega sterkan hóp, góða leikmenn sem nánast allir eru að spila mikið og vel. Það er það sem við höfum verið að horfa í, hverjir eru í sínu besta leikformi.“

Arnar var spurður út í það hvort hópurinn nú væri sá besti í hans tíð með landsliðið.

„Ég get tekið undir það. Það var erfiðast fyrir okkur að velja þennan hóp. Það eru leikmenn ekki í hópnum sem eiga það fyllilega skilið.

Ég er pottþéttur á því að við séum á góðum stað akkúrat núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift