fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Myndband sem var tekið í laumi af stjörnunni vekur furðu og fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum

433
Þriðjudaginn 21. mars 2023 07:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint var frá í morgun situr Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham í funheitu sæti og mun framtíð hans í starfi ráðast á næstu sólarhringum.

Framtíð Conte hjá Tottenham ræðst á næstu tveimur sólarhringum

Nú er tekið við landsleikjahlé í öllum helstu deildum knattspyrnuheimsins og ákvað Conte að nýta það í að snúa aftur heim til Ítalíu og hlaða batteríin fyrir það sem gætu orðið átakanlegir dagar.

Flestir hefðu kannski haldið að vel þekktur knattspyrnustjóri eins og Conte, á launaskrá hjá liði í ensku úrvalsdeildinni, myndi fljúga á fyrsta farrými milli Englands og Ítalíu en svo var ekki raunin.

Farþegi í vél lággjaldaflugfélagsins Ryan Air tók, með mikilli leynd, upp myndband af sessunaut sínum í flugvél á leið til Ítalíu, sessunauturinn var téður Antonio Conte.

Myndbandið úr flugvél Ryan Air hefur vakið mikla athygli og farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

100 prósent líkur á að hann spili í Bandaríkjunum – ,,Sagði við pabba að það væri efst á listanum“

100 prósent líkur á að hann spili í Bandaríkjunum – ,,Sagði við pabba að það væri efst á listanum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Haaland snýr aftur

Haaland snýr aftur
433Sport
Í gær

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“