fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Framtíð Conte hjá Tottenham ræðst á næstu tveimur sólarhringum

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 21. mars 2023 06:44

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sæti knattspyrnustjórans Antonio Conte hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham er funheitt og mun framtíð Ítalans í starfi ráðast á næstu tveimur sólarhringum. Frá þessu greinir Sky Sports.

Conte lét gamminn geisa eftir 3-3 jafntefli sinna manna gegn Southampton á dögunum, hann var harðorður í garð leikmanna sinna sem og forráðamanna Tottenham.

Nú er tekið við landsleikjahlé í alþjóðaboltanum og hélt Conte heim til Ítalíu í frí á dögunum,

Sú skoðun að það verði erfitt fyrir Conte að halda áfram sem knattspyrnustjóri Tottenham er farin að gera betur og betur vart um sig.

Samningur hans við Tottenham rennur út í sumar en svo gæti vel farið að hann verði látinn taka poka sinn fyrr.

Tottenham er sem stendur í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 49 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla