fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Hákon Arnar framlengir samning sinn við FC Kaupmannahöfn – „Hákon er einn mest spennandi leikmaður sem við höfum séð í Danmörku í mörg ár“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 20. mars 2023 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson hefur framlengt samning sinn við FC Kaupmannahöfn til sumarsins 2027. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Hákon Arnar er einn af mest spennandi leikmönnum dönsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Þessi 19 ára gamli miðjumaður hefur farið með himinskautum hjá FC Kaupmannahöfn og unnið sig upp úr yngri liðum félagsins í aðallið þess og er þar orðinn einn uppáhalds leikmaður stuðningsmanna FCK.

„Hákon er einn mest spennandi leikmaður sem við höfum séð í Danmörku í mörg ár,“ sagði Peter Christiansen, yfirmaður íþróttamála hjá FCK eftir að Hákon hafði framlengt samning sinn. „Hér gríp ég til stórra orða en við höfum fulla trú á því að hér sé um afar sérstakan og efnilegan leikmann að ræða.“

Leikmann sem hafi ekki bara sýnt hvað í sér býr í dönsku úrvalsdeildinni, heldur einnig í Meistaradeild Evrópu sem og með íslenska landsliðinu.

Hákon hefur verið á mála hjá FCK frá árinu 2019 en þá gekk hann til liðs við félagið frá ÍA aðeins 16 ára gamall. Hann er ánægður með að hafa framlengt samning sinn í Kaupmannahöfn.

„Mér líður frábærlega hjá FCK og í Kaupmannahöfn,“ sagði Hákon eftir að hafa skrifað undir framlenginguna. „Mér finnst ég alltaf vera að þróa leik minn meira og meira og er hér ásamt frábærum liðsfélögum og þjálfurum. Það er þess vegna sem ég sé FCK sem kjörinn stað til þess að þróa leik minn enn meira.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rashford mætir til æfinga hjá United á mánudag – Ekkert að gerast en hann vill burt frá Englandi

Rashford mætir til æfinga hjá United á mánudag – Ekkert að gerast en hann vill burt frá Englandi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Aron lýsir hremmingum á hótelherbergi sínu í Sviss – „Þið getið ímyndað ykkur aðstæðurnar“

Aron lýsir hremmingum á hótelherbergi sínu í Sviss – „Þið getið ímyndað ykkur aðstæðurnar“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Íslenska liðið fagnaði óveðri sem skyndilega skall á í gær

Íslenska liðið fagnaði óveðri sem skyndilega skall á í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vann kapphlaupið við tímann og fer á sitt fyrsta stórmót – „Ég er fyrst og fremst stolt og þakklát“

Vann kapphlaupið við tímann og fer á sitt fyrsta stórmót – „Ég er fyrst og fremst stolt og þakklát“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Duran aftur til Evrópu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Frá Roma til Besiktas
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sveindís Jane til umfjöllunar í risastórum erlendum miðli

Sveindís Jane til umfjöllunar í risastórum erlendum miðli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að United muni gera allt til að fá Martinez – Mun betri en Onana

Segir að United muni gera allt til að fá Martinez – Mun betri en Onana