fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Carragher segir stöðuna verulega vonda og skipar Klopp að kaupa í þessa stöðu í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 16. mars 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher fyrrum leikmaður Liverpool telur að nú sé nóg komið og að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool verði að kaupa hægri bakvörð í sumar.

„Þetta er gríðarlegt áhyggjuefni,“ sagði Carragher eftir að Liverpool féll úr leik í Meistaradeildinni gegn Real Madrid í gær.

Trent hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína í vetur. „Þetta er ekki bara áhyggjuefni fyrir Liverpool heldur hann líka. Þetta getur ekki haldið svona áfram, hann hefur ítrekað verið sofandi varnarlega í vetur.“

„Vandamálið er að hann hefur aldrei fengið neina alvöru samkeppni. Ein ástæðan er sú að hann hefur verið það góður.“

„Núna er hins vegar komið að því að það verður að kaupa hægri bakvörð. Það er ákvörðun Klopp hvernig sá leikmaður er, hvað kostar hann og þar fram eftir. En Trent verður að fá samkeppni, hann hefur spilað á hæsta stigi án hvíldar lengi.“

„Hann hefur unnið allt, hann hefur verið magnaður og gert allt sem mig dreymdi um að gera. Ég er svo stoltur af honum sem uppöldum leikmanni. Hann þarf hjálp, undir lok tímabils þarf hann að horfa í spegilinn og hugsa um hvað hann sé sem hægri bakvörður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Var talinn fyrirmyndar eiginmaður áður en önnur kona kom upp um allt – „Sendu bara nektarmyndir, þetta er löng og leiðinleg ferð“

Var talinn fyrirmyndar eiginmaður áður en önnur kona kom upp um allt – „Sendu bara nektarmyndir, þetta er löng og leiðinleg ferð“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Frændi Alberts segir hann styðja við bakið á manninum sem er sagður á barmi brottreksturs

Frændi Alberts segir hann styðja við bakið á manninum sem er sagður á barmi brottreksturs
433Sport
Í gær

Stefán segir Íslendinga þurfa að horfast í augu við sannleikann – „Er alltaf að bíða eftir að fullorðna fólkið í herberginu komi og segi að þetta sé tóm vitleysa“

Stefán segir Íslendinga þurfa að horfast í augu við sannleikann – „Er alltaf að bíða eftir að fullorðna fólkið í herberginu komi og segi að þetta sé tóm vitleysa“
433Sport
Í gær

Stefán fékk óbragð í munninn – „Það sem mér finnst mesta lágkúran í þessu“

Stefán fékk óbragð í munninn – „Það sem mér finnst mesta lágkúran í þessu“
433Sport
Í gær

Salah léttur og grínaðist í blaðamönnum þegar hann gekk framhjá þeim í gær

Salah léttur og grínaðist í blaðamönnum þegar hann gekk framhjá þeim í gær
433Sport
Í gær

Vill ekki sjá Ísland fara sömu leið og Færeyingar – „Við erum alveg nákvæmlega jafnbrjáluð“

Vill ekki sjá Ísland fara sömu leið og Færeyingar – „Við erum alveg nákvæmlega jafnbrjáluð“