fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Diljá kemur Íslandi enn hærra upp í veðbönkum og tekur fram úr Eistlandi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 14. mars 2023 09:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandi er nú spáð 21. sæti í Eurovision í vor. Við höfum klifrað hægt og rólega upp veðbankana en áður en Diljá Pétursdóttir var valin fulltrúi Íslands vorum við í 28. sæti. Síðan þá hefur Ísland þokast hægt upp og í dag er okkur spáð 21. sæti.

Lag Diljár, Power, hefur hlotið mikið lof erlendra Eurovision-sérfræðinga og megum við líklegast búast við að sjá það hækka enn frekar í veðbönkum.

Diljá keppir fyrir hönd Íslands í seinni undankeppninni, þann 11. maí næstkomandi í Liverpool í Bretlandi. Alls taka sextán þjóðir þátt og komast tíu áfram og keppa á úrslitakvöldinu, þann 13. maí næstkomandi.

Af þeim fimmtán þjóðum sem Ísland keppir á móti er aðeins fjórum þjóðum spáð betra gengi en okkur; Ástralíu, Austurríki, Armeníu og Georgíu. Ísland hefur tekið fram úr Eistlandi og Póllandi í veðbönkum undanfarna viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”
Fókus
Fyrir 2 dögum

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf