fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Bauna á BBC eftir að Lineker var leyft að vinna á ný – Tala um „ömurlega uppgjöf“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. mars 2023 09:07

Gary Lineker. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmenn breska Íhaldsflokksins gagnrýna BBC harkalega í kjölfar þess að deila stofnunarinnar við Gary Lineker var leyst og honum leyft að mæta aftur á skjáinn.

Lineker var settur til hliðar af BBC vegna ummæla sinna á Twitter um stefnu breskra yfirvalda í útlendingamálum en nú er búið að leysa málin og snýr hann aftur um næstu helgi. Hann er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum á eigin vettvangi.

Lineker þurfti ekki að biðja BBC afsökunar áður en hann sneri aftur til starfa.

„Þessi ömurlega uppgjöf er upphafið á því að fólk hætti að þurfa að borga leyfisgjaldið,“ segir Philip Davies.

„Þetta lítur út eins og algjör uppgjöf hjá BBC og sáttmáli um siðareglur og óhlutdrægni hefur verið settur í ruslið,“ segir Marco Longhi.

Tom Hunt segir þá Lineker hafa móðgað milljónir manna sem sjá um að borga laun hans.

Hinn umdeildi Jacob Rees-Mogg lagði einnig orð í belg.

„Vandamálið er að BBC er ríkisstofnun sem er rekin á skattpeningum. Ef hún væri það ekki þyrftum við ekki að hafa áhyggjur af óhlutdrægni stöðvarinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Óvænt tíðindi frá Arsenal – Samningi Tomiyasu rift

Óvænt tíðindi frá Arsenal – Samningi Tomiyasu rift
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eiginkona Jota heimsótti kapelluna í gær þar sem kistan með Jota er – Umboðsmaðurinn og forsætisráðherra mættu einnig

Eiginkona Jota heimsótti kapelluna í gær þar sem kistan með Jota er – Umboðsmaðurinn og forsætisráðherra mættu einnig