fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Fór heim af fæðingardeildinni með röngum foreldrum – Byrjaði ungur að furða sig á því hversu ólíkur hann var fjölskyldu sinni

Pressan
Föstudaginn 10. mars 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andy Perkins þótti hann alltaf hálf utangarðs í fjölskyldu sinni, einkum þar sem hann var ekkert líkur ættingjum sínum. Hann var ljóshærður með blá augu á meðan foreldrar hans og systkini voru öll með dekkri húð og voru hærri en hann.

„Ég hef alltaf verið ólíkur restinni af fjölskyldunni,“ sagði Andy í samtali við New York Post. „Þetta olli mér vandræðum í gegnum árin.“

Þegar hann var kominn á unglingsaldur fór hann að óhlýðnast. Hann var með alvarlegt ADHD og byrjaði að gruna að hann væri ættleiddur. Fjölskyldan tók ekki mikið mark á honum og taldi hann vera að ganga í gengum unglingaveikina eins og svo margir gera.

Hann átti góða æsku. Foreldrar hans elskuðu hann og studdu. En engu að síður fannst Andy eins og hann ætti ekki heima með þeim.

Árið 2015 fór dóttir hans að kynna sér sögu fjölskyldunnar. Árið 2017 fékk hún báða foreldra sína til að taka erfðafræðipróf af síðunni ancestry.com. Þá kom á daginn að Andy var ekki blóðskyldur fjölskyldu sinni.

Dóttir hans sá að hann væri skyldur annari fjölskyldu, fjölskylda með eftirnafnið Robinson.

„Ég horfði á listan yfir fólkið sem var skylt pabba en ég þekkti ekki eitt einasta nafn. Það var skrítið,“ sagði Candi, dóttir Andy.

Hún segir að faðir hennar hafi þurft smá tíma til að melta þessar nýju upplýsingar. Hvernig gat staðið á þessu? Vissulega hafði Andy alltaf þótt hann frábrugðinn fjölskyldu sinni og dóttur hans hafi líka grunað að hann væri ekki skyldur foreldrum sínum. Þau voru þó bæði viss um að hann væri ekki ættleiddur.

Það var svo árið 2020 sem Candi fann dagblað frá fæðingarári Andy þar sem tilkynnt var um fæðingu hans. Á sömu blaðsíðu var tilkynnt um fæðingu annars drengs, sem hafði fæðst á sama spítala og Andi og á sama degi. Sá drengur átti móður með eftirnafnið Robinson.

„Þá small allt saman,“ sagði Candi.

Á daginn kom að líffræðileg móðir Andy hafði látið lífið árið 2015. Faðir hans hafi svo látið lífið ári seinna. Drengurinn sem Robinson fjölskyldan fór óvart með heim hafði látið lífið rétt eftir 6 ára afmælið sitt.“

„Ég fór og heimsótti kirkjugarðanna þar sem líffræðileg móðir mín og faðir hvíla. Ég byrjaði þá á sorgarferlinu. Ekki bara að syrgja það að hafa aldrei hitt þau heldur líka að syrgja andlát þeirra,“ sagði Andy. „Þetta var óvænt og erfitt.“

Andy tókst þó að hafa upp á líffræðilegum systkinum sínum. Þau smullu strax saman og hefur verið mikill samgangur á milli þeirra.

„Mér var tekið opnum örmum. Það er gaman að setjast niður og sjá hversu svipuð við erum jafnvel þó við höfum alist um í tveimur mismunandi heimum.“

Andy segist feginn að hafa fundið uppruna sinn. Hann sé engu að síður enn náinn uppeldisfjölskyldu sinni en nú hefur líffræðilega fjölskyldan bæst við.

„Margir eiga enga fjölskyldu. Ég er ríkur og á tvær dásamlegar og ástríkar fjölskyldur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn