fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Kai Havertz hetja Chelsea í Meistaradeildinni – Benfica slátraði Belgunum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 7. mars 2023 22:08

Kai Havertz Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur á Borussia Dortmund á Stamford Bridge í kvöld.

Dortmund hafði unnið fyrri leikinn 1-0 en enska stórliðið fann vopn sín í kvöld og fór áfram.

Raheem Sterling skoraði eina markið í fyrri hálfleik, enski sóknarmaðurinn byrjaði á að hitta ekki boltann en gafst ekki upp og skoraði laglegt mark.

Chelsea fékk umdeilda vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Boltinn fór þá í hönd varnarmanns Dortmund en eftir ítarlega skoðun í VAR skjánum var vítaspyrna dæmd.

Kai Havertz steig á punktinn en vítaspyrna hans endaði í stönginni. Havertz fékk hins vegar að endurtaka spyrnuna þar sem varnarmenn Dortmund höfðu hlupið inn í teiginn. Havertz fór aftur á punktinn og var ískaldur og skoraði.

Þetta dugði Chelsea til þess að fara áfram og sigurinn gefur Graham Potter byr í seglin í starfi.

Á sama tíma vann Benfica 5-1 sigur á Club Brugge og samanalgt 7-1 en Goncalo Ramos skorai tvö mörk Benfica í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu