fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Urðar yfir Ten Hag og uppnefnir hann – Segir þetta slakasta leikmann í sögu United

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 7. mars 2023 14:00

Richard Keys

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Núna kemur alvöru prófið, hvernig svarar United þessu,“ segir Richard Keys fyrrum sérfræðingur Sky Sports sem starfar nú í Katar.

Hann er lítið hrifin af því hvernig Erik ten Hag stjóri Manchester United afsakar sig eftir 7-0 tap gegn Liverpool um helgina og uppnefnir hann.

Getur Seven Hag látið liðið spila fótbolta í stað þess að sitja til baka og treysta á hraða Rashford?.“

„Ten Hag virkar á mig sem maður sem er til í að taka hrósi þegar vel gengur en það er alltaf öðrum að kenna þegar illa fer. Í þetta skiptið fóru leikmenn ekki eftir planinu hans, með öðrum orðum ekki kenna honum um.“

„Ég hefði frekar viljað heyra hann tala um slys og að þetta væri eitt skipti, að þetta myndi ekki gerast aftur. Taktu þetta á kinnina.“

Hann segir svo að hinn hollenski Wout Weghorst sé lélegasti leikmaður í sögu Manchester United og það sé Ten Hag að kenna að spila honum.

„Það er ákvörðun Ten Hag að spila Wout, það er ekki Wout að kenna. Hann hlýtur að vera lélegasti leikmaður sögunnar sem klæðist treyju félagsins.“

„Hann er ósköp venjulegur framherji sem datt úr slöku Burnley liði. Hvernig heldur Seven Hag að hann geti spilað sem tía hjá United? Hann er ekkert frábær að pressa, hann hleypur lítið því hann getur ekki hlaupið. Hann skorar ekki mörk, hann má ekki byrja. Að setja Bruno á kantinn og Sancho á bekkinn, þar er Erik að reyna að vera of sniðugur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fimm félög á eftir Semenyo – United skoðar að selja þennan til að fjármagna kaupin

Fimm félög á eftir Semenyo – United skoðar að selja þennan til að fjármagna kaupin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hákon Rafn gat lítið gert þegar City vann þægilegan sigur

Hákon Rafn gat lítið gert þegar City vann þægilegan sigur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viktor Bjarki formlega upp í aðalliðið

Viktor Bjarki formlega upp í aðalliðið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Í gær

Eiginkonan vill flytja í stórborg sem setur framtíð hans í uppnám

Eiginkonan vill flytja í stórborg sem setur framtíð hans í uppnám
433Sport
Í gær

Guðjón reiður vegna frétta af Ásvöllum – „Mjög lágt plan“

Guðjón reiður vegna frétta af Ásvöllum – „Mjög lágt plan“