Victor Osimhen er ansi eftirsóttur. Hann er á óskalista stórliða fyrir sumarið.
Nígerski framherjinn hefur raðað inn mörkum fyrir Napoli á leiktíðinni.
Undanfarið hefur Osimhen helst verið orðaður við Manchester United.
Rai á Ítalíu heldur því hins vegar fram að Arsenal sé nú líklegasta félagið til að landa kappanum.
Talið er að Osimhen gæti kostað yfir 100 milljónir punda í sumar.
Osimhen sagði nýlega að hann ætti sér þann draum að spila á Englandi.
„Ég er að vinna svo hart að mér til að ganga úr skugga um að ég muni einn daginn uppfylla draum minn um að spila í ensku úrvalsdeildinni
Þetta er ferli og ég vil bara halda áfram að standa mig. Serie A er ein af fimm bestu deildum í heimi og þetta er frábær tilfinning.“