Jordan Attward er ansi naskur tippari. Hann græddi vel á leik Liverpool og Manchester United í gær.
Liverpool vann, líkt og flestir vita, ótrúlegan 7-0 sigur á Manchester United.
Ekki margir hefðu getað séð fyrir það sem gerðist á sunnudag. Attward setti hins vegar eitt pund á heldur langsóttan seðil. Það skilaði sér hins vegar þúsundfallt til baka.
Hann spáði því að bæði Mohamed Salah og Darwin Nunez myndu skora tvö mörk, sem svo gerðist.
Þá tippaði Attward á að bæði Lisandro Martinez og Fabinho myndu fá gult spjald.
Þetta skilaði sér í þúsund punda vinningi fyrir hann.