fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Bugaður Bruno rýfur þögnina – „Vitum að við erum mjög gott lið“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. mars 2023 08:23

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er pirrandi, mjög vond úrslit,“ segir Bruno Fernandes sem bar fyrirliðabandið hjá Manchester United í 7-0 tapi gegn Liverpool á Anfield í gær.

Fernandes hefur fengið hvað mesta gagnrýni á sig af leikmönnum Manchester United eftir þetta tap.

„Við komum með annað hugarfar, fyrri hálfleikurinn var mjög góður. Við stjórnuðum honum að mestu leyti, síðari hálfleikurinn var langt frá okkar besta,“ segir Fernandes.

Liverpool hafði 1-0 forystu í hálfleik en Cody Gakpo skoraði seint í fyrri hálfleik. Allt hrundi svo hjá United í síðari hálfleik.

„Við gáfum of mikið svæði, við vitum hvaða hættur þeir skapa. Við vitum að við getum betur, núna er það bara næsti leikur.“

„Við reyndum að svara í leiknum en við hættum að vera liðsheild og í jafnvægi. Við gáfum of mikið svæði til baka fyrir lið sem er öflugt að sækja hratt.“

„Við vitum að við erum mjög gott lið og getum gert vel. Við höfum spilað vel og nú er að gera það aftur, við erum í Evrópudeildinni og bikarnum. Við verðum að komast á skrið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Tíu Chelsea-menn áttu ekkert í Newcastle

England: Tíu Chelsea-menn áttu ekkert í Newcastle
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir sterkustu mennirnir slógust fyrir framan myndavélina: Yfirmaðurinn sagður vera brjálaður – Sjáðu myndbandið

Tveir sterkustu mennirnir slógust fyrir framan myndavélina: Yfirmaðurinn sagður vera brjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn
433Sport
Í gær

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“
433Sport
Í gær

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“