fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Arsenal verði Englandsmeistari – ,,Næstu þrír leikir munu skera úr um þetta“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 5. mars 2023 09:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi sérfræðingur hjá Sky Sports telur næsta víst að Arsenal verði Englandsmeistari. Arsenal vann endurkomusigur á Bournemouth í gær þar sem sigurmarkið kom á lokasekúndum leiksins.

Arsenal lenti 2-0 undir í leiknum en náði að snúa honum við með þremur mörkum í röð, sigurmarkið kom í síðustu sókn uppbótartímans og var það Reiss Nelson sem skoraði það mark.

Skytturnar hans Mikel Arteta eru nú með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar enn á ný.

,,Ég held að þeir muni vinna deildina,“ sagði Merson í þættinum Soccer Saturday á Sky Sports. ,,Þeir halda bara áfram á sama skriði og upplifa sig aldrei sigraða. Fjórir sigurleikir í röð núna.“

Næstu þrír leikir hjá Arsenal eru gegn Fulham, Crystal Palace og Leeds United.

,,Þeir hafa verið frábærir og næstu þrír leikir munu skera úr um þetta að minu leiti. Ef þeir vinna næstu þrjá leiki sína, þá get ég ekki séð hvernig þeir verða ekki Englandsmeistarar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“