fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Pétur Theodór kveður Kópavoginn í bili og heldur til Gróttu á ný

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. febrúar 2023 14:26

Pétur Theodór Mynd: Grótta

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur Theodór Árnason er genginn til liðs við Gróttu á láni frá Breiðabliki.

Framherjinn gekk í raðir Blika frá Gróttu eftir tímabilið 2021. Hann varð hins vegar fyrir því óláni að slíta krossband og missti af nær öllu tímabili Breiðabliks í Bestu deildinni, þar sem liðið varð Íslandsmeistari.

Hinn 27 ára gamli Pétur raðaði inn mörkum fyrir Gróttu í Lengjudeildinni sumarið 2021. Hann skoraði 23 mörk í 21 leik. Kappinn tekur nú slaginn í næst efstu deild á ný.

„Ég get ekki beðið eftir því að komast aftur á völlinn og hjálpa Gróttu að ná settum markmiðum. Chris og þjálfarateymið eru að gera mjög gott starf sem hefur ekki fengið næga athygli og ég hlakka til að taka þátt. Sjáumst á Vivaldi!“ segir Pétur í tilkynningu Gróttu.

Grótta hafnaði í þriðja sæti Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð.

Tilkynning Gróttu í heild
Pétur Theodór á láni til Gróttu

Knattspyrnudeild Gróttu, knattspyrnudeild Breiðabliks og Pétur Theodór Árnason hafa komist að því samkomulagi að Pétur Theodór spili með Gróttu á komandi tímabili. Pétur Theodór er Gróttufólki að góðu kunnur en hann er uppalinn á Nesinu og á að baki 142 leiki fyrir meistaraflokk Gróttu.

Pétur spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2011, þá aðeins 16 ára gamall. Eftir að hafa gengið í gegnum erfið meiðsli á unglingsárum og ekki náð sér almennilega á strik lék Pétur með Kríu árið 2017 og hálft tímabil 2018 en þá sneri hann aftur í Gróttu með stæl. Næstu árin var Pétur algjör lykilleikmaður í liði Gróttumanna sem komust upp um tvær deildir á tveimur árum og léku í úrvalsdeild í fyrsta sinn í sögu félagsins. Hann var markakóngur 1. deildar árin 2019 og 2021 og þá hefur Pétur tvisvar verið kjörinn íþróttamaður Gróttu.

Haustið 2021 skipti Pétur yfir til Breiðabliks og hitti þar fyrir sína fyrrum þjálfara í Gróttu, þá Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason. Þegar stutt var liðið á undirbúningstímabilið varð Pétur fyrir því óláni að slíta krossband á æfingu og var því í endurhæfingu nánast allt síðasta ár. Pétur lék einn leik með Breiðablik í Bestu deild karla í október síðastliðnum en eins og kunnugt er urðu Blikar Íslandsmeistarar með yfirburðum.

Pétur er spenntur fyrir komandi tímum: ,,Ég get ekki beðið eftir því að komast aftur á völlinn og hjálpa Gróttu að ná settum markmiðum. Chris og þjálfarateymið eru að gera mjög gott starf sem hefur ekki fengið næga athygli og ég hlakka til að taka þátt. Sjáumst á Vivaldi!“

Pétur er ekki einungis góður liðsstyrkur innan vallarins heldur einnig utan hans enda sannur liðsmaður og fyrirmynd ungra iðkenda í félaginu. Grótta býður Pétur innilega velkominn aftur til félagsins og hlakkar til að sjá hann á vellinum í bláu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Diego Simeone vill fá Antony í sumar

Diego Simeone vill fá Antony í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Arne Slot mættur í alvöru party á Ibiza

Sjáðu myndbandið – Arne Slot mættur í alvöru party á Ibiza