fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Guðlaugur Þór var rændur á fótboltaleik – Það sem gerðist næst var hreint lygilegt

433
Laugardaginn 25. febrúar 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, var gestur Íþróttavikunnar með Benna Bó ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs og þar var farið yfir víðan völl í íþróttaheiminum.

Guðlaugur er einn þekktasti stuðningsmaður Liverpool á Íslandi, hann var spurður hvernig það kom til.

„Í minni svarthvítu æsku er Keegan minn maður og Liverpool mitt lið. Þetta var löngu fyrir daga Internetsins, ég las mér til um Liverpool og hvað væri að gerast hjá liðinu og man byrjunarlið liðsins meira eða minna á sjöunda áratugnum og áttunda áratugnum, bjó til mín eigin fótboltastig og hvað eina.“

Svo hafi tíminn liðið, Guðlaugur þroskast og elst og taldi hann að með því myndi fótbolta- og Liverpool manían lagast.

„Ég er bara að verða verri í þessu með árunum. Ég er jafnvel kominn það langt að skoða gögn Deloitte og hafa áhyggjur af fjármálum félagsins og hvaðeina.“

Þó felist líka skemmtileg tækifæri í svona brölti.

„Maður hefur nú farið út á leiki, besta ræða sem ég hef haldið er án efa þegar að Liverpool var að fara spila bikarúrslitaleik í Cardiff gegn West Ham United.

Þá fór ég með Jóni Ellert, Sigursteini Brynjars og fleirum. Guðlaugur fékk miðann frá þeim og sagði að við myndum vera mikið með Ian Rush í þessari umræddu ferð. Ég get sagt ykkur að ég var orðinn hundleiður á Ian Rush eftir þessa ferð, eða segi það kannski ekki alveg.“

Leikurinn hófst í Cardiff og Guðlaugur Þór var eini Íslendingurinn á sínum stað í stúkunni.

„Leikurinn byrjaði ekkert sérstaklega vel fyrir Liverpool, þetta var í raun algjör hörmung. Svo allt í einu átta ég mig á því að bæði síminn minn og veskið mitt eru horfin. Það var eitt par við hliðina á mér, eiginlega eina fólkið sem var nálægt mér.“

Guðlaugur Þór mat stöðuna þannig að þetta umrædda par hefði nappað símanum hans og veskinu.

„Ég sneri mér af þeim og sagði í alvöru, útskýrði fyrir þeim að væri Liverpool aðdáandi frá Íslandi og að við erum hér í You‘ll Never Walk Alone og þessu öllu og þið ákveðið að stela af mér veskinu og símanum.“

Viðbrögðin hjá umræddu pari létu ekki á sér standa.

„Ég hef aldrei séð saklausara fólk á ævinni.“

Hann ákvað að klára leikinn og sjá síðan til hvað hann myndi gera í framhaldinu.

„Leikurinn fór vel og þegar að hann klárast sé ég að síminn og veskið liggja á jörðinni við hliðina á skónum mínum. Það er útilokað að þetta hafi dottið þannig.

Ég horfði bara aftur á parið, þakkaði bara kærlega fyrir.“

Nánari umræðu um Liverpool maníu Guðlaugs Þórs má sjá hér fyrir neðan:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Útsendarar United og Tottenham tóku út Cristiano Jr í gær

Útsendarar United og Tottenham tóku út Cristiano Jr í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Wirtz og foreldrar hans flugu til Manchester í gær og funduðu með Guardiola

Wirtz og foreldrar hans flugu til Manchester í gær og funduðu með Guardiola
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd
433Sport
Í gær

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Í gær

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar
Hide picture