fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Rakst á vændiskonu sem tengdist stóru hneyksli – Það sem hann sagði við hana var hreint lygilegt

433
Miðvikudaginn 12. mars 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli er hreint ótrúlegur karakter. The Upshot tók saman nokkrar magnaðar sögur af Balotelli í gegnum tíðina.

Fyrstu árin í atvinnumennsku

Viðvörunarbjöllurnar fóru snemma að hringja. 17 ára gamall Balotelli var á mála hjá Lumezanne í ítölsku C-deildinni. Eitt sinn hrekkti hann liðsfélaga sína með því að pissa á hreinu fötin þeirra. Liðsfélagi hans sagði síðar að hann hafi stundum pissað á þá.

Ári síðar fór Balotelli til Inter. Það er fræg saga þaðan þegar hann var eini framherjinn sem var heill í einum leik. Balotelli var með gult spjald í hálfleik og stjórinn, sjálfur Jose Mourinho, sagði honum að passa sig. Eftir mínútu í seinni hálfleik fékk kappinn sitt seinna gula spjald og þar með rautt.

Árið 2009 voru stuðningsmenn Balotelli allt annað en sáttir með hann. Þá sagðist hann vera stuðningsmaður nágranna þeirra í AC Milan. Eitthvað sem er alls ekki vinsælt.

Manchester City

Balotelli kom sér oft í fréttirnar eftir að hann fór til Manchester City. Hann vann deildina einu sinni með félaginu en kom sér í fréttirnar fyrir annað.

Eitt sinn kastaði hann pílum út um glugga í átt að leikmönnum unglingaliðs City. Hann fékk 100 þúsund punda sekt. Spurður út í atvikið sagði Balotelli: „Mér leiddist.“

Árið 2011 spilaði City æfingaleik við LA Galaxy í Bandaríkjunum. Balotelli komst í dauðafæri en ákvað að snúa sér við og taka skot með hælnum. Hann skaut framhjá. Stjórinn Roberto Mancini brjálaðist, tók Ítalann af velli og baulað var á hann á leiðinni út af.

Skömmu síðar kveikti Balotelli á flugeldum í íbúð sinni í Manchester og rústaði baðherberginu. Tjónið hljóðaði upp á 400 þúsund pund.

Balotelli er einnig talinn hafa átt í sambandi við vændiskonuna Jenny Thompson, sem var hluti af framhjáhaldsskandal Wayne Rooney. Þegar Balotelli hitti hana á veitingastað sönglaði hann „Rooney, Rooney, Rooney.“ Afar sérstök hegðun.

Alltaf til vandræða

Vandræði Balotelli hafa ekki hætt á seinni árum. Þegar hann var á mála hjá Adana Demirspor árið 2021 lamdi hann liðsfélaga á bekknum af því hann var pirraður yfir því að vera tekinn út af.

Svona mætti lengi áfram telja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Missir af EM
433Sport
Í gær

Ísland leikur á Þróttarvelli

Ísland leikur á Þróttarvelli
433Sport
Í gær

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Í gær

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“
433Sport
Í gær

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa