fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Nýjasta athæfi eiginkonunnar virkar eins og olía á eldinn – Stjórinn fær að finna fyrir því

433
Miðvikudaginn 22. febrúar 2023 21:30

Isabelle og Thiago Silva / Mynd: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigin­kona Thiago Silva hefur, í gegnum tíðina, ekki látið standa á skoðunum sínum varðandi fé­lags­lið hans, enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Chelsea. Nýjustu vendingar hafa komið mál­efnum hennar og Thiago enn og aftur í kast­ljósið.

Belle Silva líkaði við færslu sem birt var á sam­fé­lags­miðlinum Twitter þar sem Graham Potter, knatt­spyrnu­stjóri Chelsea var harð­lega gagn­rýndur eftir tap liðsins gegn fall­bar­áttu­liði Sout­hampton á dögunum.

Í færslunni, sem beint er sér­stak­lega til Belle, er Potter sagður van­hæfur þjálfari.

,,Hann skilur ekki að þetta er Chelsea sem um ræðir, ég held að hann telji sig enn á mála hjá Brig­hton,“ stóð í um­ræddri færslu.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Belle kemur sér í kast­ljósið vegna skoðanna sinna í tengslum við Chelsea.

Hún hefur gagn­rýnt leik­menn liðsins opin­ber­lega og þá lýsti hún yfir von­brigðum sínum á há­tíðar­höldunum í Lundúnum eftir að Chelsea var Evrópu­meistari fé­lags­liða árið 2021.

Sjálfur er knatt­spyrnu­stjórinn Graham Potter í miklum vand­ræðum þessa dagana. Þrátt fyrir að miklum fjár­munum hafi verið eytt í nýja leik­menn, situr Chelsea í 10. sæti ensku úr­vals­deildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“