fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Hlustaðu á reiðan stuðningsmann Liverpool hringja inn í beina útsendingu – Vill reka Klopp í hvelli

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 22. febrúar 2023 13:53

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn reiður stuðningsmaður Liverpool hringdi inn á útvarpsstöðina Talksport í Bretlandi í morgun og kallaði eftir því að Jurgen Klopp verði rekinn frá félaginu.

Hann segir stöðu liðsins í ensku úrvalsdeildinni og 2-5 tap gegn Real Madrid í gær ekki boðlegt hjá Liverpool.

„Jurgen Klopp, farðu frá félaginu. Hann er bara að gera mig pirraðan, farðu vinur,“ segir stuðningsmaðurinn.

„Hann er búinn, hann var góður. Ekkert af stærstu félögunum myndu taka hann í dag.“

Algjört hrun hefur orðið hjá Liverpool á þessu tímabili eftir að hafa verið eitt besta lið Evrópu árin á undan.

Liverpool situr í áttunda sæti ensku deildarinnar, er úr leik í báðum bikarkeppnum á Englandi og virðist svo gott sem úr leik í Meistaradeildinni.

Klopp er hins vegar afar vinsæll á meðal stuðningsmanna Liverpool og fæstir telja hann vera vandamálið, miklu frekar er horft á eigendur félagsins og að þeir hafi ekki stutt nægilega mikið við bak stjórans á leikmannamarkaðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Í gær

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður