Jamie Carragher fyrrum leikmaður Liverpool fer ekki fögrum orðum um sitt gamla félag eftir 2-5 tap gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í gær.
Eftir að hafa komist í 2-0 snemma leiks þá hrundi leikur Liverpool eins og spilaborg. Liðið er svo gott sem úr leik.
„Það var algjört bull að tala um að Liverpool væri komið til baka fyrir leik, þeir spiluðu gegn Everton sem sýndi verstu frammistöðu sem ég hef séð í grannaslag. Ég var á Newcastle leiknum, þeir voru manni færri að skapa færi. Newcastle með fullskipað lið hefði jafnað 2-2,“ sagði Carragher.
"Virgil van Dijk said I wouldn't get in that back four a few months ago. I think I'd take his place at the moment…"@Carra23 calls Liverpool's defensive display "shambolic" . 🤦♂️ pic.twitter.com/c9c06mR2cT
— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) February 21, 2023
Hann segir liðið hörmulegt varnarlega, miðjan hafi ekki orkuna og sóknarlínan sé ekki nógu góð að pressa.
„ALlt tímabilið hefur verið svona, hræðilegt varnarlega. Þetta lið var frábært varnarlega, miðjan hefur ekki orkuna lengur. Framlínan pressar ekki eins og áður, Gakpo og Nunez eru nýir í þessu kerfi. Liverpool höndlar þetta ekki
„Við leitum að afsökunum, þetta er ekki nógu gott.“
Hann sendi svo fasta pillu á varnarmann Liverpool.
„Virgil van Dijk sagði fyrir tveimur mánuðum að ég kæmist ekki í hóp hjá Liverpool, ég tæki sætið hans í liðinu í dag.“