fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Sýna enga miskunn og grafa upp gömul ummæli Klopp eftir afhroð kvöldsins

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 21. febrúar 2023 22:30

EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fáir virðast hafa trú á endurkomu Liverpool í einvígi liðsins gegn Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 5-2 tap liðsins á heimavelli í kvöld.

Twitter-reikningur Match of the Day hefur verið í banastuði frá því að flautað var til leiksloka á Anfield og birti skömmu eftir leik færslu sem vakið hefur mikla athygli.

Þar eru ummæli Jurgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, eftir úrslitaleik Meistaradeild Evrópu í fyrra, þar sem Liverpool laut akkúrat í lægra haldi gegn Real Madrid, grafin upp.

,,Ég er með sterka tilfinningu um að við munum snúa aftur. Strákarnir búa yfir keppnisskapi. Við munum búa yfir framúrskarandi leikmannahópi á næsta tímabili. Hvar er úrslitaleikurinn heldinn á næsta tímabili? Istanbul? Farið að bóka hótel,“ lét Klopp hafa eftir sér eftir tap í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra.

Match of the Day sýnir enga miskunn á Twitter og skrifar við mynd af Klopp og ummælum hans:

,,Þið ættuð kannski að afbóka hótelið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt