fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Blasti við honum ófögur sjón er hann sneri heim eftir skelfilegan dag – Martröð varð að veruleika

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 21. febrúar 2023 19:00

Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór vond til­finning um eld­heitan stuðnings­mann New­cast­le United á dögunum þegar að hundur hans reif í sundur og át miða hans á lang­þráðan úr­slita­leik sem fé­lagið tekur þátt í þegar úr­slita­leikur enska deildar­bikarsins milli New­cast­le United og Manchester United fer fram á Wembl­ey.

Úr­slita­leikur liðanna fer fram á sunnu­daginn næst­komandi en greint er frá raunum stuðnings­mannsins á vef­síðu Foot­ball Joe.

Fyrr á þessum ör­laga­ríka degi hafði Alan Car­ling, stuðnings­maður New­cast­le United horft á lið sitt lúta í lægra haldi gegn Liver­pool á heima­velli í ensku úr­vals­deildinni. Þó svo að úr­slitin ein og sér hafi verið afar slæm fyrir Alan, bætti það ekki úr skák að einn af bestu leik­mönnum New­cast­le á tíma­bilinu, mark­vörðurinn Nick Pope var rekinn af velli með rautt spjald.

Dagur Alans átti hins vegar eftir að taka stefnu til hins enn verra þegar að hann sneri aftur til síns heima að kvöldi til þennan um­ræddan dag.

Við heim­komuna blasti ó­fögur sjón við Alan, hann sá hund sinn tæta í sundur miðann á úr­slita­leikinn í enska deildar­bikarnum en hann hafði borist í hús í gegnum bréfa­lúguna fyrr um daginn.

Reikna verður hins vegar með því, eins slæm og þessi saga lítur út fyrir að vera, að hægt verði að redda miðanum fyrir Alan.

Hann sá spaugi­legu hliðina á þessum mála­vendingum og setti inn færslu á sam­fé­lags­miðlum í gríni þar sem hann sagði frá raunum sínum og setti hund sinn á sölu.

Skjáskot

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt