fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Leysir frá skjóðunni varðandi atriðið sem er á vörum allra – Þetta er ástæðan

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 21. febrúar 2023 18:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rio Ferdinand, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu og fyrrum leikmaður Manchester United hefur leyst frá skjóðunni hvað varðar ástæðuna að baki markafagni núverandi stjörnuleikmanns félagsins.

Marcus Rashford, sóknarmaður Manchester United hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga undir stjórn hollenska knattspyrnustjórans Erik ten Hag og raðar nú inn mörkum fyrir félagið.

Fagn Rashford, eftir að hann hefur sett boltann í netið fyrir félagið, hefur vakið athygli en iðulega fagnar Rashford með því að standa kjurr og halda vísifingri við eyra sitt líkt og sjá má hér fyrir neðan:

GettyImages

Í nýjasta YouTube þætti sínum, Vibe With Five, leysir Rio Ferdinand frá skjóðunni hvað varðar ástæðuna að baki fagni Rashford.

Ferdinand segist hafa rætt fagnið við Rashford sjálfan á æfingasvæði Manchester United á dögunum.

Og í raun eru afar auðlesin og skýr skilaboð með fagni hans.

,,Hann vill í raun með þessu varpa ljósi á andlegan styrk og mikilvægi hans. Þetta fagn er orðið heimsfrægt núna, allir ungu krakkarnir fagna svona þegar að þeir skora mark. Það eru áhrifin sem Rashford er farinn að hafa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem Salah deildi eftir leikinn á Anfield í gær – Var hann að kveðja?

Sjáðu myndbandið sem Salah deildi eftir leikinn á Anfield í gær – Var hann að kveðja?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vilja kaupa miðjumann Everton í janúar

Vilja kaupa miðjumann Everton í janúar
433Sport
Í gær

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
433Sport
Í gær

Setjur fram djarfa spá um framtíð Mason Greenwood

Setjur fram djarfa spá um framtíð Mason Greenwood
433Sport
Fyrir 2 dögum

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“