fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fókus

Brynhildur Gunnlaugs selur efni fyrir áskrifendur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 21. febrúar 2023 19:00

Brynhildur Gunnlaugs. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir hefur stofnað áskriftarsíðu á Fanfix.

Um er að ræða svipaðan vettvang og Patreon og OnlyFans, þar sem áhrifavaldar, eða svo kallaðir „creators“, geta selt efni gegn mánaðarlegu gjaldi. Ólíkt OnlyFans er klám ekki leyft á miðlinum.

Brynhildur, 22 ára, er ein stærsta samfélagsmiðlastjarna okkar Íslendinga. Hún er með yfir 1,6 milljónir fylgjenda á TikTok og yfir 102 þúsund fylgjendur á Instagram.

Hún skaust upp á stjörnuhimininn sumarið 2021 eftir að nokkur myndbönd frá henni fóru á mikla dreifingu um netheima.

„Það voru þrjú myndbönd sem „blew up“ og hjálpuðu mér klárlega að raða inn fylgjendum. Tvö þeirra eru einhver dansmyndbönd og í því þriðja var ég að tala um hvernig fólk líkir mér við söngkonuna Ariönu Grande,“ sagði Brynhildur í samtali við DV í ágúst 2021, þá var hún með 500 þúsund fylgjendur á TikTok.

Á þeim tíma var hún í vinnu og spilaði fótbolta með FH en er nú í fullu starfi sem áhrifavaldur. Hún stofnaði nýverið aðgang að Fanfix, sem er ekki síða heldur smáforrit, og kostar mánaðaráskrift hjá henni rúmlega 1700 krónur, eða 12 dollara.

Fanfix er nýr miðill sem var stofnaður árið 2020 í Los Angeles í Kaliforníu og fór í loftið í ágúst 2021. Síðan þá hefur hann farið ört vaxandi. Samkvæmt frétt Tech Crunch í lok árs 2022 voru um 9,6 milljón skráðir notendur, af þeim tvær milljónir virkir notendur, og um tvö þúsund áhrifavaldar að selja efni á miðlinum. Í sömu frétt kom fram að Fanfix sé markaðssett fyrir áhrifavalda Z-kynslóðarinnar. Einn af eigendum fyrirtækisins er samfélagsmiðlastjarnan og leikarinn Cameron Dallas.

Þetta nýja áhrifavaldamarkaðstorg veitir Patreon samkeppni en OnlyFans er risinn í bransanum. Fanfix tekur 20 prósent þóknunargjald, svo Brynhildur heldur um 80 prósent af því sem hún þénar. OnlyFans tekur einnig 20 prósent þóknunargjald en Patreon á milli 5 til 12 prósent.

Sjá einnig: Myndband Brynhildar slær í gegn á TikTok með yfir 20 milljónir í áhorf – „Innhólfið mitt er að springa“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gísli Pálmi fór með ættjarðarljóð á gröf Jónasar Hallgrímssonar

Gísli Pálmi fór með ættjarðarljóð á gröf Jónasar Hallgrímssonar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fanney snerti viðkvæman blett hjá sumum – „Fólk er farið að skuldsetja sig til að eignast þessa hluti, sem er galið“

Fanney snerti viðkvæman blett hjá sumum – „Fólk er farið að skuldsetja sig til að eignast þessa hluti, sem er galið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkt söngkona lést í eldsvoða

Þekkt söngkona lést í eldsvoða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu á bak við áhugann á meðan hann talar við bikiníklæddar konur

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu á bak við áhugann á meðan hann talar við bikiníklæddar konur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu