fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Þetta eru loforðin fimm sem Sheikh Jassim hefur gefið ef hann kaupir United

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 20. febrúar 2023 19:00

Jassim á nóg af peningum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raine fyrirtækið sem sér um söluna á Manchester United hefur látið áhugasama aðila vita að hætta að ræða málið opinberlega.

Það var lokað fyrir tilboð í Manchester United á föstudag en fjárfestingafélag frá Katar og Sir Jim Ratcliffe einn ríkasti maður Bretlands buðu í félagið.

Viðræður fara nú fram og næsta skref er fyrir aðila að skoða bókhald félagsins til að fá betri innsýn í rekstur félagsins.

Sheikh Jassim fer fyrir hópnum í Katar og hefur hann lofað öllu fögru nái hann að kaupa félagið. Hér eru loforðin fimm sem Jassim hefur gefið.

Endurbyggja völlinn:

Hluti af planinu hjá Sheikh Jassim er að breyta Old Trafford. Upphaflega er völlurinn 112 ára gamall og er kominn tími á endurbætur. Möguleiki er á að bæta núverandi völl eða byggja nýjan við hlið. Sheikh Jassim er klár í að fjármagna slíkt.

Stuðningsmenn í fyrsta sæti:

Jassim hefur lofað því að stuðningsmenn fái meira að segja um hlutina, ein helsta gagnrýnin á Glazer fjölskylduna er að hafa ekki stuðningsmenn með í ráðum og að taka mikla fjármuni úr félaginu.

Stretford End stúkan á Old Trafford er fyrir löngu orðin sögufræg / GettyImages

Skuldlaust félag:

Jassim er með mikla fjármuni á bak við sig og ætlar að gera United skuldlaust félag. Glazer fjölskyldan hefur eignast United félagið með því að skuldsetja það og fengið mikla gagnrýni fyrir það.

Fjárfesta í karla og kvennaliði:

Jassim hefur lofað því að koma með fjármuni í karla og kvennalið félagsins, hann lofar því að koma félaginu í fremstu röð.

Laga æfingasvæðið:

Glazer fjölskyldan hefur tekið peninga úr félaginu og látið annað sitja á hakanum. Æfingasvæði félagsins er orðið lúið og lofar Jassim því að uppfæra það í fremstu röð.

Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Útsendarar United og Tottenham tóku út Cristiano Jr í gær

Útsendarar United og Tottenham tóku út Cristiano Jr í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Wirtz og foreldrar hans flugu til Manchester í gær og funduðu með Guardiola

Wirtz og foreldrar hans flugu til Manchester í gær og funduðu með Guardiola
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd
433Sport
Í gær

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Í gær

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar