fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Slegið á putta þeirra sem vilja kaupa United og aðilar beðnir um að loka á sér munninum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 20. febrúar 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raine fyrirtækið sem sér um söluna á Manchester United hefur látið áhugasama aðila vita að hætta að ræða málið opinberlega.

Það var lokað fyrir tilboð í Manchester United á föstudag en fjárfestingafélag frá Katar og Sir Jim Ratcliffe einn ríkasti maður Bretlands buðu í félagið.

Viðræður fara nú fram og næsta skref er fyrir aðila að skoða bókhald félagsins til að fá betri innsýn í rekstur félagsins.

Sheikh Jassim sem fer fyrir hópnum frá Katar sagðist í yfirlýsingu ætla að gera United aftur að fremsta félagi í heimi. Ineos fyrirtæki Ratcliffe gaf einnig út yfirlýsingu og sagðist ætla að koma United aftur í fremstu röð.

Raine og Glazer fjölskyldan eru mjög ósátt með þessa opinberlega umræður og hafa varað aðila við að ræða þetta opinberlega, óttast félagið að umræða og ummæli aðila gætu skaðað Glazer fjölskylduna.

Ekki er öruggt að United verði selt en fjárfestingafélag hefur boðist til að halda áfram að fjármagna það að Glazer eigi United áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum