fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Real Madrid fær bæði jákvæðar og neikvæðar fréttir fyrir stórleikinn gegn Liverpool

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 20. febrúar 2023 10:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid verður án þeirra Toni Kroos og Aurelien Tchouameni í stórleiknum gegn Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á þriðjudag.

Miðjumennirnir hafa báðir verið að glíma við veikindi og verða ekki með.

Stuðningsmenn Real Madrid fá hins vegar jákvæðar fréttir í bland við þær neikvæðu því Karim Benzema verður með eftir að hafa glímt við meiðsli.

Það er óvíst hvernig Carlo Ancelotti mun stilla miðsvæði sínu upp gegn Liverpool í ljósi fregna. Þeir Luka Modric, Eduardo Camavinga og Dani Ceballos mynduðu miðjuna gegn Osasuna um helgina.

Það er talið að Federico Valverde gæti verið færður aftar á völlinn og á miðjuna gegn Liverpool.

Fyrri leikur Liverpool og Real Madrid fer fram á Anfield og hefst klukkan 20 annað kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum