fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Einar væri til í að ræða tragedíuna í kringum landsliðið en segir – „Það er jarðsprengjusvæði“

433
Sunnudaginn 19. febrúar 2023 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Kárason, rithöfundur og Framari, var gestur Íþróttavikunnar með Benna Bó á föstudaginn ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs. Þar var farið yfir víðan völl í heimi íþróttanna.

Í næstu viku fer fram ársþing Knattspyrnusambands Íslands, sjálfkjörið er í þau fjögur sæti í stjórn sambandsins sem kjósa átti um því aðeins fjögur framboð bárust.

Benedikt Bóas sagði þetta líta út á við út eins og allt væri í blóma í íslenskri knattspyrnu en spurði gesti sína hvort staðan væri þannig.

Er þetta svona gott?

,,Þetta er gott á einhverja vegu en slæmt á aðra,“ svaraði Hörður Snævar. ,,Þessi ársþing eru nú bara þannig að þegar ekki er verið að kjósa um formannsembættið verða þetta oft bara litlaus þing. Þetta ársþing er líka haldið á Ísafirði, það eru engin hita- eða baráttumál á borðinu og þá verður þetta oft svona.“

Ein áhugaverð breyting gæti þó átt sér stað.

,,Það er lagt til að kosið verði um formann KSÍ á fjögurra ára fresti í stað tveggja. Bæði þegar að Guðni Bergsson kom inn í þetta á sínum tíma, sem og Vanda Sigurgeirsdóttir núna, þá er staðan þannig að þau hafa ekki verið viðloðandi íslenska knattspyrnu í einhvern tíma þegar að þau stíga síðan inn í embættið. „

Það taki einfaldlega bara ákveðið marga mánuði til þess að koma sér að fullu inn í starf formanns KSÍ.

,,Það er mikið starf unnið þarna og svo ertu kannski rétt komin inn í þetta eftir ár í embætti og þá ertu, á seinna árinu þínu, að fara á fullt í kosningabaráttu.

Þar af leiðandi viltu ekki fara taka stórar ákvarðanir, því með því gætirðu farið að styggja aðildarfélögin og misst atkvæði og ert því farin að verja þig nánast strax í starfi.“

Með því að lengja kjörtímabil formanns KSÍ myndu bætast við tvö ár við núverandi fyrirkomulag.

,,Þá geturðu nýtt fyrstu tvö árin í að gera breytingar og þá eru tvö ár eftir þar sem að félögin sjá þá hvort þú varst að gera rétt eða rangt.“

Einar var sammála því að breyting gæti orðið til góðs og bætti við:

,,Við gætum rætt lengi um tragedíuna í tengslum við okkar stórkostlega landslið á sínum tíma og af ýmsum ástæðum detta út lykilmenn, það kemur upp þessi umræða, stjórnarskipti og svo framvegis. Það er jarðsprengjusvæði, við skulum ekki hætta okkur út á það.“

Nánari umræðu um ársþing KSÍ má sjá hér fyrir neðan:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun
433Sport
Í gær

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum
Hide picture