fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

„Ég ætla segja um okkur Sigmund að við erum ekki í þessum umrædda hópi“

433
Laugardaginn 18. febrúar 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Kárason, rithöfundur og Framari, var gestur Íþróttavikunnar með Benna Bó á föstudaginn ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs. Þar var farið yfir víðan völl í heimi íþróttanna.

Einar er liðsmaður Lunch United, eins frægasta bumbubolta liðs Íslands.

,,Hann er allavegana með þeim elstu þó það séu deildar meiningar um það. Elstu menn segja að félagið hafi verið stofnað 1973, fyrir 50 árum síðan. Þá á Melavellinum.

Við spilum þrisvar sinnum í viku, utan dyra allt árið um kring, á gervigrasinu í Laugardalnum.

Ég vinn svona tiltölulega einmana innivinnu. Það að koma út á veturna, í skammdeginu inn í birtuna og djöflast í klukkutíma í skemmtilegum félagsskap, upp á andlega og líkamlega heilsu er það náttúrulega bara alveg stórfenglegt.“

Benedikt Bóas benti þá á þá staðreynd að Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins væri einnig í umræddu liði.

Hvernig er Sigmundur Ernir í fótbolta?

,,Við skiptum alltaf í tvö lið, gula og rauða liðið, en svo eru fjórir til fimm sem eru bestir í hópnum og þeir eru hafðir fljótandi svo þeir lendi ekki allir í sama liðinu,“ svaraði Einar og bætti svo við um Sigmund: ,,Ég ætla segja um okkur Sigmund að við erum ekki í þessum umrædda hópi.

Hörður Snævar spurði Einar þá hversu oft í viku sjúkrabíllinn kæmi að sækja meidda menn á æfingu.

,,Menn meiðast nú en ég hef ekki séð sjúkrabíl á æfingu hjá okkur lengi. Við erum líka með sérstakar reglur við lýði. Það er til að mynda bannað að spila mjög fast, mönnum er bara sagt að fara heim til sín ætli þeir sér að vera með einhverjar harðar tæklingar.

Ef maður brýtur á sér ökkla eða meiðist illa á hné er þetta bara búið, læknarnir segja bara við mann að það taki því ekki að lappa upp á þetta.“

Nánari umræðu um Lunch United má sjá hér fyrir neðan:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“
Hide picture