fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

„Maður var stundum á barmi hjarta- og taugaáfalls“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 19. febrúar 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Kárason, rithöfundur og Framari, var gestur Íþróttavikunnar með Benna Bó á föstudaginn ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs. Þar var farið yfir víðan völl í heimi íþróttanna.

Á síðasta tímabili tóku Framarar í fyrsta skipti í langan tíma þátt í efstu deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Undir stjórn Jóns Sveinssonar enduðu þeir um miðja deild í Bestu deildinni þrátt fyrir að flestir sparkspekingar hefðu spáð þeim lóðbeint niður.

Jóni hefur tekist að búa til almennilegt lið í Úlfarsárdalnum og Einar, sem er mikill stuðningsmaður Fram, er ánægður með þróun liðsins undir hans stjórn.

Þetta er þó ekki í fyrsta skiptið sem Jóni hefur tekist að heilla Einar.

,,Ég var mjög mikill aðdáandi hans þegar að hann var leikmaður sjálfur. Hann var í gullaldarliði Fram, hafsent þar og gjarnan aftastur með framherja deildarinnar á móti sér og í staðinn fyrir að koma boltanum upp völlinn þegar að hann barst til hans, þá ákvað hann stundum að sóla nokkra fyrst.

Maður var stundum á barmi hjarta- og taugaáfalls þegar að hann fékk boltann en hann gerði þetta með svo miklum klassa.“

Nánari umræðu um Fram má sjá hér fyrir neðan:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Diego Simeone vill fá Antony í sumar

Diego Simeone vill fá Antony í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Arne Slot mættur í alvöru party á Ibiza

Sjáðu myndbandið – Arne Slot mættur í alvöru party á Ibiza
Hide picture